NÁMSKEIÐ - Lakkleiðrétting og keramik húðun
NÁMSKEIÐ - Lakkleiðrétting og keramik húðun
Regular price
50.000 kr
Regular price
Sale price
50.000 kr
Unit price
/
per
Á lager: 2
Alvöru 2 daga detailnámskeið í einu flottasta detail studio'i landsins!
Kennari: Steini, eigandi Steinabón ehf
Á þessu námskeiði verður farið yfir öll helstu atriði þegar það kemur að því að lakkleiðrétta og keramík húða bíl. Þetta námskeið hefur verið kennt síðan 2020.
Fyrir hverja? .. ALLA!
- fyrir fagaðila sem vinna við starfið og vilja komast á næsta level með bættri þekkingu
- fyrir byrjendur sem hafa prófað sig eitthvað áfram en öðlast dýpri skilning
- einnig fyrir aðila sem hafa aldrei massað/keramik húðað áður, en vilja komast í að læra ferlið
Námskeiðið innifelur:
- Kennt á fræðina með glærusýningu (fræðin útskýrð, efnin útskýrð, sagan og upphafið frá 1950, tips og tricks)
- Kennt á DA hjámiðjuvélar (nýji skólinn) og rotary vélar (gamli skólinn)
- Kennt er á öll efnin í línunni sem þarf til að læra að ná lakkinu sem bestu aftur. (grófmassi, milligrófur massi, fínn massi o.s.f)
- Farið yfir sandslípun/wetsanding
- Kennd þau handbrögð, hugtök og fræði sem gefa þér stökk til að komast á næsta level í lakkleiðréttingu!
- Kennt er á aðeins alvöru keramik varnir í hæsta gæðaflokki sem aðeins fagmenn mega hafa aðgang að og þurfa réttindi fyrir
- D.Quartz (grjóthart base coating)
- C.QuartzProfessional (sleipt og vatnsfælandi top coating)
Annað:
- Stéttarfélög hafa verið að greiða allt frá 40-100% niður námskeiðið fyrir nemendur okkar í gegnum tíðina. Talaðu við stéttarfélagið þitt hvað það gerir fyrir þig.
- Þeir sem sækja námskeiðið munu eiga möguleika á að sækja um réttindi til notkunar á D.Quartz, CQPRO og CQFR (fagaðila keramik varnirnar) ef kröfur standast.
- Þeir sem hafa sótt námskeiðið fá fastan 15% afslátt af CARPRO, AutoFinesse og Rupes til framtíðar!
- Matur og drykkur innifalið
- Námskeiðið er 08:00 - 18:00 Laugardag og Sunnudag (10klst á hvorn daginn)
- ATH: Staðfestingargjaldið er 50.000kr (greitt hér í netverslun) en heildargjaldið er 100.000kr (seinni 50.000krónurnar greiðast eftir námskeiðið.
Staðsetning: Iðavellir 11b, Keflavík