CARPRO Immortal PPF
PPF filmur í sérflokki sem varðveitir bílinn þinn betur en allt annað! Yfirburða vörn gegn grjótkasti og rispum!
Afhverju PPF vörn á þinn bíl?
Hafðu ekki framar áhyggjur af grjótkasti eða rispum*!
PPF vörnin tryggir ekki bara bílinn frá grjótbarningi heldur er hún með Instant Self-Healing eiginleika (sú fyrsta í heimi) sem þýðir að filman lagfærir og eyðir út rispum sjálf (án hjálpar frá hita) á meðan bíllinn situr út á hlaði eða inn í bílskúr. Hversu mikill lúxus!
Stærsti ágóðinn af PPF varnarfilmum er að þær verja svo vel fyrir komandi ár sem kemur í veg fyrir dýrar viðgerðir og endurmálun á lakkinu í framtíðinni!
- Ver fyrir grjótkasti, þvottarispum, flugum, fuglaskít og UV upplitun
- Instant Self-healing, lagar rispur í allt að -20°c !
- Slétt áferð án appelsínuhúðar (e. orange peel)
- Gulnar ekki
- Þolir leysiefni vel
- Vatnsfælin og hrindir frá sér drullu
* filman lagfærir rispur að 20µm dýpt
Viltu vita meira?
Skrollaðu neðar fyrir þjónustur og verðskrá 👇
Immortal Gloss
Immortal Gloss filman er vinsælasti valkostur okkar viðskiptavina því hún veitir þér grjót- og rispuvörn án þess að hafa áhrif á útlit bílsins!
Markmiðið með Gloss er að þú getir notið fullrar verndar án þess að nokkur maður sjái að bíllinn þinn sé með filmu, því hún er svo tær.
Verndaðu bílinn þinn! – Immortal Gloss sameinar útlit, vörn og lúxus í einu.
Immortal Matte
Immortal Matte er fyrir þá sem vilja matta áferð á bílinn.
Matt hentar vel á bíla ef þeir eru upphaflega mattir, eða bara fyrir þá sem vilja breyta útlitinu.
Taktu áskorun og breyttu um stíl! Þú segir okkur hvar þú vilt fá matta áferð og við græjum það!
Immortal Black
Immortal Black stendur undir nafni því með henni getur þú látið okkur skipta um lit og fengið nýtt lúkk á bílinn.
Vinsælast er að biðja um svart húdd, topp, hluta af húddi, vindskeið, spegla eða innréttingar og aðra smærri hluti sem hægt er að filma svarta.
Mundu að þessi filma er self-healing svo fínar rispur jafnast út og hverfa
Immortal Carbon
Immortal Carbon er fyrir lengra komna!
Þessi filma nær ótrúlegri dýpt í carbon útlitið og með einstakt gljástig sem þú munt elska !
Vinsælt er að láta filma húdd, hluta af húddi, spegla, vindskeið, innréttingar eða aðra smærri hluti með Immortal Carbon.
Gerðu bílinn þinn einstakan. Uppfærðu útlitið í dag með Immortal Carbon.
Immortal Glass
Hafðu ekki áhyggjur af grjótkasti í framrúðuna lengur!
Hún tekur á sig grjótköst, rúðuþurrkurispur og annað minna sandfok sem gerir framrúðuna ljóta með árunum.
Hugsaðu dæmið - Þú færð grjótkast sem veldur stjörnu í framrúðuna, sem þú þarft svo að setja plástur yfir. ImmortalGlass er ekkert annað en risa plástur fyrir alla framrúðuna sem er sett ÁÐUR, og fyrirbyggir að grjót sprengi framrúðuna þína (stjarna eða sprunga).
Immortal Glass er háþróuð, glær filmuvörn sem hámarkar vernd gegn grjótáföllum og hún er eins tær og hægt er, sem þýðir að enginn mun sjá að framrúðan sé filmuð!
Grjótköst
Skottvörn / Farangursvörn
Allt um PPF á nokkrum mínútum!
Öll sýnidæmi hér um verð eru raunverð frá fyrri verkefnum með Immortal Gloss filmunni. 👉 ATH: Enginn bíll er eins (litur, ástand, stærð, lag hvers flöts) og eru verð því breytanleg og metin hverju sinni.
Verðskrá
⭐ Húdd - [Vinsælt]
Verndaðu húddið! Og burt með gamlar ljótar plasthlífar!
Eitt vinsælasta svæðið að filma!
Til að tryggja saumlaust og ósýnilegt útlit vefjum við filmuna alltaf undir húddbrúnina (e. tucking) til að ná sem bestum frágangi.
Mazda CX30 24' - 87þ
Tesla M3 24' - 85þ
Sorento 24' - 110þ
Sportage 18' - 75þ
Rav4 24' - 76þ
MachE GT 24' - 98þ
MachE 24' - 96þ
Pajero 07' - 100þ
Land Cruiser 150 22' - 115þ
Land Cruiser 250 25' - 128þ
BMW X3 22' - 97þ
Peugeot 3008e 24' - 96þ
Silverado 25' - 210þ (flókið húdd sem er allskonar í laginu, þurfti að tvískipta)
Transit 25' - 65þ
XC90 25' - 99þ
Tesla MY Juniper 25' - 75þ
BMW X5, 25' - 105þ
Tesla MY Juniper 25' - 77þ
Framstuðari
Getur bjargað stuðaranum frá nuddi og grjótbarningi!
Framstuðarinn er sá partur sem tekur á sig mesta grjótbarninginn og mesta nuddið ef bíllinn rekst utan í. Þessvegna er ágóði PPF-varnarfilmu á stuðara mikill, því hún gætu komið í veg fyrir dýra viðgerð og endurmálun lakksins!
Mazda 30 24' - 170þ
Jeep Renigate 22' - 59þ (einfaldur stuðari)
MachE GT 24' - 185þ
Land Cruiser 250 25' - 67þ
BMW X3 22' - 141þ
Tesla Model Y 22' - 105þ
Silverado 25' - 210þ (mjög flókinn stuðari)
Grand Cherokee 22' - 85þ (einfaldur stuðari)
⭐ Frambretti - [Vinsælt]
Frambrettin taka á sig grjótbarning fremst og líka neðst ef enginn drullusokkur er til staðar.
Tvær leiðir:
1) Í 90% tilfella filmum við ALLT frambrettið til að ná fram saumalausum frágangi. Við vefjum filmunni á bakvið.
2) Filmað er bara yfir fremsta partinn en þá má gera ráð fyrir að það sjáist í brúnina á filmunni þar sem hún er. Kostar sirka 3-5x minna fyrir slíka aðgerð.
Pajero 35" breyttur 07' - 76þ
Tesla M3 24' - 130þ (stefnuljós og bretti tekin af)
Tesla MY 23' - 125þ (stefnuljós og bretti tekin af)
Sportage 18' - 62þ
- - - - -
Ef einungis fremsti partur á grjótbarningssvæði frambretta:
Mazda CX30 24' -24þ
BMW X3 22' - 28þ
Tesla MY 24' - 43þ
LC250 25' - 54þ
LC250 25' - 58þ
Grand Cherokee 22" - 27þ
Silverado 25' - 48þ
Tesla MY Juniper 25' - 27þ
⭐ Brettakantar - [Vinsælt]
Brettakantar eru undir miklu álagi!
Ef bíllinn hefur útstæða brettakanta er mikilvægt að filma álagssvæðin á þeim einnig, sérstaklega að framanverðu þar sem grjótbarningur er algengastur.
Pajero 35" breyttur 07' - 22þ (fremri partur á fremri brettaköntum)
MachE GT 24' - 25þ (fremri partur á aftari brettaköntum)
MachE 24' - 28þ (fremri partur á aftari brettaköntum)
BMW X5 - 32þ (fremri partur á aftari brettaköntum)
⭐ Framljós - [Vinsælt]
Framljós eru dýr, en það er ekki dýrt að verja þau!
Toyota-framljós kostar um 150þús stykkið ef það skemmist, á meðan Porsche-framljós kostar um 400þús. Er þá ekki augljóst að verja ljósin fyrir aðeins 15-25 þúsund krónur á stykkið? Reiknaðu nú dæmið! 🤷♂️
Tesla M3 24' - 24þ
Tesla M3 24' - 26þ
Tesla MY 24' - 35þ
Rav4 24' - 39þ
MachE - 38þ
Polestar 3 24' - 30þ
BMW X3 22' - 24þ
Sorento 24' - 48þ (T-laga og kúpt - flókin)
LR Discovery 5 22' - 41þ
LR Discovery 5, 18'- 32þ
LC250 - 33þ
BMW X3 22" - 24þ
RAV4 - 30þ
LC250 - 34þ
LC250 - 36þ
XC90 - 29þ
Tesla MY 25' - 29þ
Grand Cherokee 22" - 21þ
Silverado 25' - 73þ (flókin, skipt upp í 2 parta)
BMW i4 m50 - 39þ
⭐ Toppur (fremst) - [Vinsælt]
Enga ryðbletti fyrir ofan framrúðu takk!
Þetta er eitt algengasta svæðið til að PPF-verja. Hefurðu ekki oft séð bíla með ryð fyrir ofan framrúðu? Settur er 30-50cm breiður borði fremst á þakið (oftast að topplúgu) til að verja gegn grjótbarningi. Margir bílaframleiðendur galvanisera ekki þakið, sem þýðir að grjótkast veldur áberandi ryði samstundis.
Sportage 18' - 21þ (25cm borði)
Sorento 24' - 29þ (30cm borði)
Sorento 24' - 40þ (40cm borði/vafið)
LR Defender 24' - 33þ (50cm borði)
Land Cruiser 150 22' - 26þ (30cm borði)
Land Cruiser 150 16' - 33þ (35cm borði/vafið
Speglar
Lítið svæði, en mikilvægt!
Hliðarspeglar verða fyrir bæði grjótkasti, líkt og allur framendi bílsins .. eða lenda í nuddi þegar eitthvað strýkur framhjá bílnum. Þeir geta verið eitt flóknasta svæðið að PPF-verja, en vanir menn eins og við getum það með smá þolinmæði.
Mazda CX30 24' - 45þ
Sportage 18' - 40þ
Rav4 24' - 45þ
XC90 - 44þ
Framrúðupóstur (e. A-Pillars)
Eitt líklegasta svæðið sem grjótin lenda á!
Hefurðu ekki oft séð bíla með ryð á póstunum við framrúðu? Margir bílaframleiðendur galvanisera ekki póstana, sem þýðir að grjótkast veldur áberandi ryði samstundis!
Jeep Renigate 22' - 49þ
Tesla M3 24' - 25þ
Tesla MY 24' - 32þ
LR Defender 24' - 28þ
BMW X3 22' - 25þ
Land Cruiser 250 25' - 28þ
BMW X3 22" - 24þ
RAV4 - 23þ
Land Cruiser 250 - 30þ
Gluggapóstur (e. B-Pillars)
Eitt mesta áberandi svæðið .. og það mest rispaða!
Gluggapóstarnir eru oft eitt mest rispaða og áberandi svæði bílsins. Fingrarispur og þvottarispur geta gert þá fljótt ljóta, en með PPF-vörn hverfa þessar áhyggjur með öllu!
Optima 21' - 75þ (4stykki / vafið)
Superb - 29þ (6stykki / ekki vafið)
LR Defender 24' - 35þ (4stykki / vafið að framan)
Peugeot 3008e 24' - (6stykki / ekki vafið)
LR Discovery 5 - 34þ (4stykki/vafið að framan)
BMW i4 m50 - 19þ (2stykki/vafið)
⭐ Neðri partur hurða (e. Rocker panel) - [Vinsælt]
Mesti grjótbarningurinn og stærsta ástæða PPF varna!
"Rocker panel" á ensku er svæðið neðsta á hurðum og sílsum.
Við filmum fyrir neðan bodylínuna á hurðunum (alla leið) til að hafa sem flottastan frágang. Framhjólin kasta upp grjóti af veginum sem hamrar neðri hluta hurðanna og sílsanna. Þetta svæði er algengast að verja, þar sem það verður fljótt "hamrað" og skemmist ef það er óvarið. Oftast lendir grjót bara á aftari hlutanum, en stundum að framan líka en þá þarf að taka þetta alla leið.
Sportage 18' - 78þ (allar 4 hurðar/vafið)
Rav4 24' - 58þ (allar 4 hurðar/vafið)
Tesla M3 24' - 39þ (aftari hurðar/vafið)
Tesla MY 24' - 46þ (aftari hurðar/vafið)
MachE GT 24' - 28þ (aftari hurðar/ekki vafið)
Polestar 3 24' - 19þ (aftari hurðar/ekki vafið)
Tesla MY - 58þ (fram- og aftari hurðar/vafið)
BMW X5 - 62þ (fram- og aftari hurðar/vafið)
⭐ Sílsar (e. Rocker panel) - [Vinsælt]
Mesti grjótbarningurinn og stærsta ástæða PPF varna!
"Rocker panel" á ensku er svæðið neðsta á hurðum og sílsum.
Við filmum sílsann fyrir neðan aftari hurð (alla leið að framhurð) til að hafa sem flottastan frágang. Framhjólin kasta upp grjóti af veginum sem hamrar neðri hluta afturhurðanna og sílsanna. Þetta svæði er algengast að verja, þar sem það verður fljótt "hamrað" og skemmist ef það er óvarið.
BMW X5 22' - 60þ (sílsi alla leið / vafið / beint)
BMW iX 24' - 26þ (aftari sísli / vafið / beint)
Tesla M3 24' - 43þ (aftari sílsi / vafið/ L-laga whole piece)
Tesla M3 24' - 21þ (Upprunalega PPF fjarlægt og settur nýr í sömu stærð nema með vafningi í falsið)
Undir hurðahúna
Burt með rispur undir hurðahúnum!
Hefurðu skoðað rispurnar undir hurðahúnunum á bílnum þínum? Eru þær ekki pirrandi? Með PPF-vörn sem rispuvörn í skálarnar undir hurðahúnunum er hægt að leysa þennan vanda alveg.
Verð: Oftast um ~5þ undir hvern hurðahún, svo að meðaltali ~20þ allar fjórar hurðarnar (oft undir því jafnvel)
⭐ Farangursvörn / Skottvörn - [Vinsælt]
Eitt allra vinsælasta svæðið að filma!
Filman er sett á afturstuðarann við skottinnganginn og ver hann fyrir farangri (búðarpokar, gólfsettið, hundurinn, jólatréð .. ). Skorið er í kringum skynjara ef þeir eru til staðar.
Polestar 3 24' - 17þ
Tesla M3 24' - 17þ
Sorento 16' - 19þ
Sorento 24' - 17þ
Sorento 14' - 21þ
Rav4 24' - 34þ (2 skynjarar)
BMW 3 24' - 31þ (2 skynjarar)
Volvo XC60 24' - 50þ (þrískipt og 2 skynjarar)
BMW i4 m50 - 20þ
Hurðaföls (skóvörn)
Engar rispur og ryð í fölsin takk!
Skórnir þínir rekast oft í falsið þegar þú sest inn, áberandi rispur koma strax fyrstu mánuðina, en með tímanum þynnist lakkið og á endanum er þetta komið í gegn og fer að ryðga. PPF-filman kemur í veg fyrir þetta og verndar yfirborðið fullkomlega!
Superb 18' - 23þ
Sorento 24' - 33þ (frammí einungis, plöst fjarlægð og filma sett undir)
MachE GT 24' - 40þ
MachE 24' - 19þ (frammí einungis)
Polestar 3 24' - 38þ
Land Cruiser 150 22' - 45þ (3x stallar)
Land Cruiser 150 16' - 69þ (3x stallar)
Land Cruiser 250 25' - 29þ (1x stallur)
LR Discovery 5 22' - 41þ
Peugeot 3008e 24' - 45þ
Bensín- og rafmagnslok
Fljótlegt og ódýrt!
Fingrarispur myndast á öllum bensín- og rafmagnslokum þegar þrýst er á, til að opna .. en með Immortal PPF er það úr sögunni!
RAV$ 24' - 7þ (ferkantað / ekki vafið)
MachE GT - 12þ (fimmhyrnt / vafið)
Polestar 3 24' - 10þ (ferkantað / vafið)
LR Discovery 5 22' - 11þ (ferkantað / vafið)
Land Cruiser 250 25' - 10þ (ferkantað / vafið)
Framrúða [Immortal Glass]
Það er dýrt að skipta um framrúðu!
70.000kr - KIA XCeed 21'
82.500kr - XC90 24'
74.000kr - LC 250 25'
88.500kr - Santafe 25'
71.000kr - Land Cruiser 250
86.500kr - Renault Traffic 25'
88.500kr - Renault Traffic 25'
75.000kr - BMW X3 25'
71.500kr - Santafe 25'
91.000kr - Silverado 25'
CARPRO Immortal réttindin
Við segjum það með stolti að við berum með okkur Immortal réttindin, sem eru með þeim erfiðustu réttindum að öðlast!
Okkur ber er skylt að fylgja ítrustu kröfum um ásetningu og meðferð PPF filma frá CARPRO.